Chelsea kaupir Cuadrado

Juan Cuadrado með Chelsea treyjuna.
Juan Cuadrado með Chelsea treyjuna. Ljósmynd/Twitter

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á kólumbíska kantmanninum Juan Cuadrado frá Fiorentina á Ítalíu en þetta var staðfest rétt í þessu eftir talsvert langan aðdraganda.

Cuadrado er 26 ára gamall og hefur skorað 5 mörk í 37 landsleikjum fyrir Kólumbíu. Hann lagði upp fjögur mörk fyrir kólumbíska landsliðið á HM í Brasilíu síðasta sumar, og var þar hæstur allra ásamt Þjóðverjanum Toni Kroos.

Cuadrado hefur leikið á Ítalíu frá 2009, fyrst með Udinese, var lánaður þaðan um skeið til Lecce, en hefur leikið með Fiorentina frá 2012 og skoraði 20 mörk fyrir félagið í 85 leikjum í ítölsku A-deildinni.

Samningur Cuadrado við Chelsea gildir í fjögur og hálft ár. Kaupverðið er talið vera 23,3 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert