Yong til Crystal Palace frá Bolton

Lee Chung-yong.
Lee Chung-yong. AfP

Lee Chung-yong landsliðsmaður Suður-Kóreu í knattspyrnu gekk í kvöld til liðs við Crystal Palace frá enska B-deildarliðinu Bolton sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með.

Kóreumaðurinn hefur spilað með Bolton undanfarin fimm og hálft ár, alls 195 leiki og hefur skorað 20 mörk í þeim. Hann er 26 ára gamall og á að baki 65 landsleiki fyrir Suður-Kóreu og var í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á HM í Brasilíu síðasta sumar. Yong meiddist í leik með Suður-Kóreu í Asíukeppninni á dögunum og óvíst er hvenær hann getur byrjað að spila með Palace.

Bolton fékk Barry Bannan lánaðan frá Palace fyrr í kvöld, sem hluta af samningnum um Suður-Kóreumanninn.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert