Wenger að gefast upp?

Arsene Wenger horfir alvarlegur á leik sinna manna á Boleyn …
Arsene Wenger horfir alvarlegur á leik sinna manna á Boleyn Ground í Lundúnum í dag. AFP

Það var annað hljóð í Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, heldur en vanalega eftir 3:3 jafntefli liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Andy Carroll framherji West Ham skoraði þrennu og var Skyttunum erfiður í dag og setti stórt strik í titilbaráttu Arsenal-manna og það viðurkenndi Wenger eftir leik.

„Eigum við möguleika á að vinna titilinn? Ég veit það ekki. Við gerðum okkur það erfiðara fyrir í dag,” sagði Wenger eftir leik.

Arsenal er nú 10 stigum á eftir toppliði Leicester þegar sex umferðir eru eftir og hefur liðið einnig leikið jafn marga leiki og Refirnir í toppsætinu.

„Ég ætla ekki að álasa leikmennina. Við erum svekktir að fá á okkur þrjú mörk. Sérstaklega eftir 2:1 stöðuna. Heilt yfir er þetta mikil synd,” sagði Wenger enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert