Getum bjargað leiktíðinni

Cedric Bakambu og Dejan Lovren í fyrri leik Villarreal og …
Cedric Bakambu og Dejan Lovren í fyrri leik Villarreal og Liverpool. AFP

„Stuðningsmennirnir búast við svakalegum leik en við ætlum að vera klárari en síðast. Þetta verður frábært keppnistímabil ef við komumst í úrslit og vinnum titilinn,“ sagði Dejan Lovren, miðvörður Liverpool, fyrir seinni leik liðsins við spænska liðið Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, sem fram fer á Anfield í kvöld kl. 19.05. Villarreal er 1:0 yfir í einvíginu eftir að Adrián skoraði í uppbótartíma á Spáni í fyrri leiknum.

Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og enn í fullri baráttu um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en með því að slá út Villarreal og vinna úrslitaleik keppninnar í ár kæmist liðið í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

„Það yrði algjör draumur fyrir mig, stuðningsmennina og alla aðra. Við getum bjargað leiktíðinni með því að komast í úrslitin en þá þurfum við að vinna Villarreal fyrst. Við verðum að vera klókir og einnig þolinmóðir,“ sagði Lovren. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert