Verður þakklátur Wenger út ferilinn

Laurent Koscielny leikur með franska landsliðinu.
Laurent Koscielny leikur með franska landsliðinu. AFP

Laurent Koscielny er stjóra sínum hjá Arsenal gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fundið sig, þá frekar óþekktan leikmann, sem hafði einungis eitt ár á bakinu í efstu deild Frakklands er hann var keyptur yfir til Englands.

Arsene Wenger, sem stýrt hefur Arsenal í 20 ár, nefndi það á dögunum að hann væri jafnvel stoltari af því en af mörgum bikurum sem hann hefur unnið, að hafa fundið og hjálpað hæfileikaríkum leikmönnum að bæta sig og komast á hærri stall. Þar nefndi Wenger til að mynda Koscielny.

„Ég er í franska landsliðinu og í Arsenal út af stjóranum. Það var hann sem fékk mig hingað. Hann þorði að koma mig frá Lorient þar sem ég var lítt þekktur. Þetta var fyrsta árið mitt í Ligue1, hjá meðalliði í þeirri deild. Hann tók á sig högg fyrir að koma mér til félags eins og Arsenal sem er einn af 10 bestu félögum í Evrópu. Hann tók áhættu að fá mig hingað en hérna tók ég framförum, og óx sem leikmaður og manneskja. Ég verð honum þakklátur allan ferilinn,” sagði Koscielny fallega um Wenger stjóra sinn við franska dagblaðið L’Equipe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert