Annað áfall United – Meiðsli Bailly alvarleg

Eric Bailly gegn Diego Costa í leiknum í dag.
Eric Bailly gegn Diego Costa í leiknum í dag. AFP

Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, fór meiddur af velli í 4:0-ósigrinum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sjá frétt mbl.is: Chel­sea rót­burstaði United í end­ur­komu Mour­in­ho

José Mourinho, knattspyrnustjóri United, upplýsti eftir leik að hann telji að meiðslin séu alvarleg hjá þessum 22 ára gamla Fílabeinsstrendingi.

„Ég er hræddur um að þetta séu alvarleg meiðsli. Þetta er í hné, í kringum krossböndin. Þetta lítur mjög illa út,“ sagði Mourinho, en varnarmaðurinn hefur spilað allar mínútur hjá liði United fram að leiknum í dag.

Bailly var keyptur af Villarreal á Spáni fyrir um 30 milljónir punda í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert