Gylfi með ótrúlega tölfræði

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er hreint með ótrúlega tölfræði fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann var enn á ný í aðalhlutverki í dag.

Gylfi skoraði eitt og lagði upp annað í 3:0 sigri Swansea á Sunderland. Hann hefur nú skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur mörk í síðustu átta leikjum liðsins.

Og ekki nóg með það, heldur er tölfræðin enn betri þegar litið er á mörk Swansea síðan Gylfi gekk endanlega í raðir liðsins sumarið 2014. Hann hefur átt þátt í 37,4% af þeim 107 mörkum sem liðið hefur skorað síðan þá.

Gylfi Þór hefur skorað 23 mörk og lagt upp önnur 17 af þessum 107 mörkum. Hreint mögnuð tölfræði hjá okkar manni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert