Manchester City að stinga af

Manchester City náði ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að leggja Manchester United að velli, 2:1, í nágrannaslag í 16. umferð deildarinnar í dag.

Það var David Silva sem kom Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks. Romelu Lukaku mistókst þá að hreinsa boltann frá marki Manchester United eftir hornspyrnu. Boltinn datt fyrir Silva sem skoraði með skoti af stuttu færi. 

Marcus Rashford nýtti sér vandræðagang í vörn Manchester City og jafnaði metin skömmu síðar. Boltinn skoppaði framhjá Fabian Delph sem hefði getað gert mun betur, en Rashford slapp í gegn og renndi boltanum í netið. 

Nicolás Otamendi skoraði svo sigurmark Manchester City í upphafi síðari hálfleiks, en markið var keimlíkt fyrra marki Manchester City í leiknum. Aftur mistókst Lukaku að koma boltanum í burtu eftir fast leikatriði. 

Otamendi fékk boltann á silfurfati við markteiginn í vítateig Manchester United og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan afar mikilvægur sigur Manchester City.

Manchester City hefur 46 stig í efsta sæti deildarinnar eftir þennan sigur, en Manchester United situr í öðru sæti deildarinnar með 35 stig. Þó svo að mikið sé eftir af deildinni bendir fátt til annars en að Manchester City endi sem enskur meistari næsta vor.  

Man. Utd 1:2 Man. City opna loka
90. mín. Ashley Young (Man. Utd) fær gult spjald Fyrir að sparka Raheem Sterling niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert