Lykilmanni Leeds líkar illa við Man. Utd

Enski landsliðsmaðurinn Kalvin Phillips ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport en Phillips hefur verið lykilmaður hjá nýliðum Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni.

Í viðtalinu fer Phillips um víðan völl og m.a. hvernig sé að vinna með honum virta Marcelo Bielsa og um spilamennsku Leeds til þessa á tímabilinu.

Þá barst talið að Manchester United en næsti leikur Leeds er á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Mikill rígur er á milli Manchester United og Leeds og Phillips viðurkennir að honum líkar ekki vel við erkifjendurna.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert