Frábær tölfræði Liverpool-mannsins

Diogo Jota fagnar marki um helgina.
Diogo Jota fagnar marki um helgina. AFP/Benjamin Cremel

Portúgalinn Diogo Jota, sóknarmaður Liverpool, skoraði sitt tíunda mark í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu gegn Fulham um helgina. 

Liverpool vann leikinn, 3:1, og jafnaði Arsenal að stigum í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 

Eftir leik tók OptaJoe saman tölfræði Portúgalans sem hefur aðeins byrjað fjórtán leiki á tímabilinu en hann hefur verið mikið meiddur. 

Skorar hann á 115 mínútuna fresti en hann skorar eða leggur upp á 88 mínútuna fresti, eða einu sinni í leik. 

Er það besta tölfræði leikmanns sem hefur spilað yfir tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka