Stýrir Aston Villa næstu árin

Unai Emery hefur náð mögnuðum árangri með Aston Villa.
Unai Emery hefur náð mögnuðum árangri með Aston Villa. AFP/Adrian Dennis

Spánverjinn Unai Emery verður knattspyrnustjóri Aston Villa næstu árin en hann skrifaði undir nýjan samning til ársins 2027 í dag. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá en Aston Villa er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, sex stigum á undan Tottenham í fimmta. 

Þá er liðið einnig komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir þar Olympiacos frá Grikklandi. 

Emery tók við liðinu í september árið 2022. Þá var liðið í 16. sæti í harðri fallbaráttu en Spánverjinn stórbætt liðið, sem er líklegt til að ná Meistaradeildarsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka