Trulli ekki á förum

Trulli segist verða hjá Lotus 2011.
Trulli segist verða hjá Lotus 2011.

Jarno Trulli segir fréttir um yfirvofandi brottför hans frá Lotus vera algjörlega úr lausu lofti gripnar. Segist hann viss um að verða áfram ökuþór á þeim bænum 2011.

Fregnir hafa farið af því að Bruno Senna, ökuþór Hispania, myndi leysa Trulli af hólmi hjá Louts á næsta ári. Jafnframt að ítalski ökuþórinn væri að reyna að komast í bandaríska NASCAR-kappaksturinn.

Þetta allt segir Trulli hreinan skáldskap, að því er tímaritið Autosprint hefur eftir honum.

„Sannleikurinn er sá, að á leiðinni til Brasilíu stoppaði ég í Miami og hitti [Juan Pablo] Montoya til að skiptast á Audemars Piguet úrum sem bera nafn okkar. Ég er rólegur yfir framtíðinni, ég hef þegar tekið mikinn þátt í undirbúningi [Mike] Gascoyne fyrir næsta ár,“ segir hann.

Umboðsmaður Trulli, Lucio Cavuto, gagnrýnir umboðsmenn Senna vegna fréttanna. „Þetta er bara orðrómur sem stafar frá Senna. Eftir því sem við vitum best hefur hann átt í erfiðleikum með að standa við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem hann tók á sig gagnvart Hispania,“ segir Cavuto.

Trulli á ferð í keppni.
Trulli á ferð í keppni. mbl.is/lotusf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert