Bianchi fluttur rænulaus á spítala

Frakkinn Jules Bianchi sem keppir fyrir Marussia var fluttur meðvitundarlaus …
Frakkinn Jules Bianchi sem keppir fyrir Marussia var fluttur meðvitundarlaus á spítala í Suzuka. mbl.is/afp

Franski ökumaðurinn Jules Bianchi hjá Marussia var fluttur meðvitundarlaus á spítala í Suzuka eftir að hafa flogið út úr brautinni er þrír hringir voru eftir og skollið á vinnuvél.

Það var vegna þessa óhapps sem japanska kappakstrinum var aflýst er sex hringir voru eftir, en bíll Bianchi er sagður hafa fari út úr brautinni á sama stað og Adrian Sutil hring fyrr og skollið á vinnuvél sem komin var á staðinn til að fjarlægja bíl Sutils.

Vegna skúraveðurs varð að flytja Bianchi með sjúkrabíl þar sem sjúkraþyrlur gátu ekki lent vegna skyggnis undir sjónflugsmörkum. 

Jules Bianchi á ferð í Suzuka.
Jules Bianchi á ferð í Suzuka. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert