Ocon til Force India

Franski ökumaðurinn Esteban Ocon hjá Manor.
Franski ökumaðurinn Esteban Ocon hjá Manor. AFP

Franski nýliðinn Esteban Ocon hjá Manor mun aka fyrir Force India á næsta ári, sé staðhæfing spænska vikuritins Formula Rapida reist á staðreyndum.

Í viðtali við blaðið heldur fyrrverandi formúlustjórinn Eddie Jordan því fram að Ocon hafi nú þegar skrifað undir samning um að taka við af Nico Hülkenberg sem keppir fyrir Renault á næsta ári.

Spámannshæfileikar Jordan eru annálaðir sakir þess, að hann hélt því fram fyrstur manna á sínum tíma, að Lewis Hamilton færi frá McLaren til Mercedes. Það gerði hann talsvert áður en ráðning Hamiltons varð opinber.

„Ocon verður hjá Force India, [Felipe] Nasr fer til Renault og [Esteban] Gutierrez til Sauber,“ spáir Jordan í Formula Rapida.

Þýska vikuritið Auto Motor und Sport segir, að með því að ráða Ocon til sín muni Force India fá þriggja milljóna dollara afslátt á vélakaupum sínum frá Mercedes.

Esteban Ocon er hér næst fremstur, á eftir Daniil Kvyat …
Esteban Ocon er hér næst fremstur, á eftir Daniil Kvyat hjá Toro Rosso. AFP
Esteban Ocon (t.h.) hjá Manor tekur fram úr liðsfélaga sínum …
Esteban Ocon (t.h.) hjá Manor tekur fram úr liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein í bandaríska kappakstrinum í Austin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka