Ökumennirnir óska Bianchi bata

Ökumenn munu líma miða á hjálma sína til stuðnings Jules …
Ökumenn munu líma miða á hjálma sína til stuðnings Jules Bianchi. „Allir með Jules“ stendur á miðanum.

Ökumenn formúlu-1 liðanna munu merkja keppnishjálma sína til að sýna samstöðu og stuðning við  Jules Bianchi hjá Marussia sem slasaðist alvarlega í japanska kappakstrinum sl. sunnudag.

Það var að frumkvæði landa Bianchi og ökumanns Toro Rosso,  Jean-Eric Vergne, sem ökumennirnir sammældust um þennan virðungarvott. Munu þeir setja sérstakan límmiða á hjálma sína á kappaksturshelginni í Sotsjí núna um helgina.

Keppendur í aukagreinum helgarinnar, formúlunum GP2 og GP3, munu sömuleiðis merkja hjálma sína með þessum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert