Marussia situr heima

Max Chilton á ferð á Marussiabílnum í Sotsjí, síðustu keppni …
Max Chilton á ferð á Marussiabílnum í Sotsjí, síðustu keppni liðsins. mbl.is/afp

Tilraunir allt fram á elleftu stundu til að koma Marussialiðinu til keppni í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina fóru út um þúfur. 

Ekki náðust samningar við fjárfesta sem áhuga sýndu á að kaupa liðið og því tókst ekki að koma bílum, varahlutum og öðrum brýnum keppnisvarningi í fragtflug í tæka tíð.

Ökumaður liðsins, Max Chilton, staðfesti á twittersíðu sinni í gærkvöldi hvernig komið var og lýsti vonbrigðum sínum og liðsins. „Allir hjá Marussia eyðilagðir yfir því að öll sú vinna sem lögð var í að komast til Abu Dhaabi gekk ekki upp,“ segir þar.

Með þessum endalokum þverra líkur á því að Marussia rísi aftur upp úr öskustónni og mæti til keppni á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert