Bianchi enn í dái

Jules Bianchi er enn sagður í dái, fimm mánuðum eftir …
Jules Bianchi er enn sagður í dái, fimm mánuðum eftir slysið í Suzuka.

Franski ökumaðurinn Jules Bianchi er sagður enn í dái, fimm mánuðum eftir hörmulegt slys í japanska kappakstrinum í formúlu-1 í fyrrahaust.

Það er útbreiddasta blað Þýskalands, Bild, sem heldur þessu fram. Blaðið segir að við meðferðina hafi verið dregið úr lyfjagjöf sem ætlað var að halda Bianchi sofandi. Hafi það þó engu skilað og ökumaðurinn ekki vaknað úr dáinu.

Af hálfu foreldra Bianchi eða lækna hefur ekkert verið sagt lengi um líðan ökumannsins efnilega sem var í skólun hjá Ferrari og keppti fyrir Marussialiðið.

Bild segir að „engar góðar fregnir“ sé að hafa frá sjúkrabeði Bianchi í borginni Nice við Miðjarðarhaf. „Bild hefur komist að því að ástand hans hefur ekki breyst til hins betra,“ segir í frétt blaðsins.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert