Númeri 17 lagt

Númer Bianchi birtist ekki aftur í formúlu-1.
Númer Bianchi birtist ekki aftur í formúlu-1.

Í virðingarskyni við franska ökumanninn Jules Bianchi hefur Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) ákveðið að leggja bílnúmerinu 17.

Þetta er gert til að heiðra minningu Bianchi sem lést sl. föstudag, 17. júlí, af völdum meiðsla sem hann hlaut við skell á öryggisvegg í japanska kappakstrinum í Suzuka í fyrrahaust.

Bianchi hlaut alvarlega höfuðáverka og féll í dá er hann skall á vinnuvél við öryggisvegginn sem þar var að fjarlægja bíl sem flogið hafði út úr rennvotri brautinni í kappakstrinum.

Með ákvörðun FIA verður númerið 17 - sem Bianchi valdi sér - aldrei aftur notað í formúlu-1. „Þar sem bílnúmer eru nú valin af ökumönnunum sjálfum telur FIA það viðeigandi virðingarvottað taka númer Jules Bianchi, númer 17, úr umferð,“ segir í stuttri tilkynningu FIA.

Útför Bianchi fer fram nú fyrir hádegi í heimabæ hans, í frönsku Miðjarðarhafsborginni Nice.

Númerið 17 fyrir ofan bílskúr Bianchi í Suzuka, hinsu keppni …
Númerið 17 fyrir ofan bílskúr Bianchi í Suzuka, hinsu keppni hans.
Jules Bianchi á leið til eina stigasætis Marussia í formúlu-1, …
Jules Bianchi á leið til eina stigasætis Marussia í formúlu-1, í Mónakókappakstrinum í fyrra.
Jules Bianchi þótti einstaklega hæfileikaríkur ökumaður og átti að verða …
Jules Bianchi þótti einstaklega hæfileikaríkur ökumaður og átti að verða framtíðarmaður hjá Ferrari.
Bianchi á ferð með númer 17 á trjónunni.
Bianchi á ferð með númer 17 á trjónunni.
Jules Bianchi var hrókur alls fagnaðar á blaðamannafundi japanska kappakstursins …
Jules Bianchi var hrókur alls fagnaðar á blaðamannafundi japanska kappakstursins í Suzuka. mbl.is/afp
Bíll Jules Bianchi.
Bíll Jules Bianchi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert