Fjórir þúsundustu á milli

Sebastian Vettel á ferð í brautinni í Mexíkó.
Sebastian Vettel á ferð í brautinni í Mexíkó. AFP

Jafnara gat það ekki verið á seinni æfingu dagsins í Mexíkó. Aðeins fjórir þúsundustu úr sekúndu skildu þá að, Sebastian Vettel hjá Ferrari og Lewis Hamilton hjá Mercedes. Þriðja besta tímann átti Nico Rosberg en hann var tæplega hálfri sekúndu lengur með hringinn.

Vettel náði topptímanum fljótlega eftir að æfingin hófst og framan af var liðsfélagu hans Kimi Räikkönen næsthraðastur, en hann varð á endanum fjórði á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar. Komst síðar Hamilton næst því að ógna Vettel og hjó nærri.

Fimmta til tíunda besta hring áttu - í þessari röð - Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Nico Hülkenberg hjá Force India, Max Verstappen hjá Red Bull, Valtteri Bottas hjá Williams, Carlos Sainz hjá Toro Rosso og Fernando Alonso hjá McLaren. Munaði 1,2 sekúndum á hringtíma Hamiltons og Alonso.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert