Platini áfram hjá UEFA

Michel Platini.
Michel Platini. AFP

Michel Platini forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, ætlar ekki að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter í starf forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun greina frá ákvörðun sinni í Mónakó í dag.

Platini hefur tekið þá ákvörðun sitja áfram á forsetastól UEFA en hann hefur um nokkurt skeið haft augastað á að taka við forystuhlutverkinu hjá FIFA og velta þar með Blatter af stalli. Platini er 59 ára gamall og hefur setið á forsetastól hjá UEFA frá árinu 2007.

Blatter, sem 78 ára gamall, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér í starfið en hann hefur verið mjög umdeildur og hefur oftar en ekki verið sakaður um spillingu. Hann var kosinn forseti FIFA fyrst árið 1998 og hefur þrívegis verið endurkjörinn, 2002, 2007 og 2011. Næsta þing FIFA fer fram á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert