Fyrsta tap Börsunga á leiktíðinni

David Luiz er hér að koma Paris SG yfir á …
David Luiz er hér að koma Paris SG yfir á móti Barcelona. AFP

Barcelona mátti sætta sig við fyrsta tapið á leiktíðinni þegar liðið tapaði fyrir frönsku meisturunum í Paris SG, 3:2, í frábærum leik.

Leikur Paris og Barcelona var frábær skemmtun. David Luiz, Marco Verratti og Blaise Matuidi gerðu mörk Parísarliðsins en þeir Lionel Messi og Neymar settu mörkin fyrir Barcelona. Messi komst þar með upp að hlið Cristiano Ronaldo hvað markaskorun varðar í Meistaradeildinni. Báðir hafa þeir skorað 68 mörk en Raúl er markahæstur með 71 mark.

Englandsmeistarar Manchester City er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki en City varð að sætta sig 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Roma. City fékk óskabyrjun þegar Sergio Agüero skoraði úr vítaspyrnu á 4. mínútu en Totti jafnaði metin fyrir Roma og varð þar með elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar en hann er 38 ára gamall.

Chelsea vann 1:0 sigur á móti Sporting Lissabon í Portúgal þar sem miðjumaðurinn Nemanja Matic skoraði sigurmarkið á 34. mínútu leiksins.

Kolbeinn Sigþórsson lék allan tímann fyrir Ajax en honum tókst ekki að skora sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. 1:1 urðu lokatölurnar. Kolbeinn nældi sér í gult spjald á lokamínútu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert