Lloyd hetja Bandaríkjanna gegn Noregi

Hin norska Emilie B.Haavi í baráttu við Ali Krieger í …
Hin norska Emilie B.Haavi í baráttu við Ali Krieger í liði Bandaríkjanna í kvöld. AFP

Bandaríkin og Sviss eru með þrjú stig á toppi B-riðils Algarve-bikarsins í knattspyrnu kvenna, en seinni leikur riðilsins fór fram nú í kvöld þegar Noregur mætti Bandaríkjunum.

Ada Hegerberg kom Noregi yfir undir lok fyrri hálfleiks en það var hins vegar Carli Lloyd sem skoraði tvívegis á sjö mínútna kafla eftir hlé og tryggði bandarískan sigur, lokatölur 2:1, en hún hefur nú skorað 63 landsliðsmörk fyrir Bandaríkin. Noregur og Ísland eru án stiga í riðlinum og mætast á föstudag.

Í C-riðli vann svo Frakkland sigur á Portúgal, 1:0, þar sem eina markið skoraði Eugénie Le Sommer í seinni hálfleik. Frakkland er með þrjú stig eins og Danmörk en Japan og Portúgal er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert