Cantona dreginn fyrir dóm

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í knattspyrnu. AFP

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu karla, hefur falið lögmanni sínum að kæra Eric Cantona, fyrrum samherja sinn hjá franska landsliðinu, vegna ærumeiðandi ummæla í sinn garð. 

Cantona ýjaði að því í samtali við Guardian í vikunni að sú ákvörðun Deschamps, að velja ekki Hatem Ben Arfa og Karim Benzema í leikmannahóp franska liðsins fyrir lokakeppni EM sem hefst eftir tvær vikur, væri byggð á kynþáttafordómum landsliðsþjálfarans. 

„Ég mun fara með þetta mál fyrir dómstóla fyrir hönd Deschamps. Ummæli Cantona voru niðrandi og ærumeiðandi. Cantona virti að vettugi heiðarleika Deschamps og verðskuldar af þeim sökum refsingu,“ sagði Carlos Brusa, lögmaður Didier Deschamps, í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert