Norma Dögg fékk silfur á Norðurlandamótinu

Norma Dögg, lengst til vinstri, á verðlaunapalli í dag.
Norma Dögg, lengst til vinstri, á verðlaunapalli í dag. Ljósmynd/facebook síða Fimleikasambandsins

Íslenskt fimleikafólk heldur áfram að gera það gott á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð.

Norma Dögg Róbertsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í fjölþraut, hreppti silfurverðlaunin í stökki í úrslitum á einstökum áhöldum í dag en stökkið er ein af hennar sterkustu greinum. Silfurverðlaunin hljóta að vera gott veganesti fyrir Normu en hún tekur þátt í Evrópumótinu sem haldið verður í næsta mánuði.

Norma Dögg Róbertsdóttir.
Norma Dögg Róbertsdóttir. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert