Neita að mæta í Neskaupstað

Blak.
Blak. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Formenn fimm blakdeilda á höfuðborgarsvæðinu hafa sent stjórn Blaksambands Íslands bréf og segjast þeir ætla að draga lið sín úr keppni verði forkeppni bikarkeppninnar í blaki haldin í Neskaupstað. Formennirnir segja bágan fjárhag ástæðuna og leggja til að leikið verði á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Þar segir að í bréfi frá formönnum blakdeilda HK, Stjörnunnar, Fylkis, Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur segir að tilgangur þess sé að mótmæla ákvörðun stjórnar Blaksambandsins um að halda forkeppni bikarkeppninnar í Neskaupstað.

Stjórn Blaksambandsins féllst ekki á tillöguna og stóð við ákvörðun sína um að spila í Neskaupstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert