Átta kepptu á Vetrarólympíuhátíðinni

Íslensku keppendurnir í Austurríki.
Íslensku keppendurnir í Austurríki.

Átta íslensk ungmenni tóku þátt í tólftu Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fór í Montafon í Austurríki í þessari viku, frá mánudegi, og lýkur formlega í kvöld.

ÍSÍ hefur sent frá sér heildaryfirlit yfir frammistöðu íslensku keppendanna og það fer hér á eftir:

ALPAGREINAR

Stórsvig og svig:
Arnar Birkir Dansson, Akureyri, keppti í stórsvigi og svigi. Í stórsvigi hafnaði hann í 61. sæti á tímanum 1.56,68. Arnar datt í fyrri ferðinni í svigi.

Svig:
Andrea Björk Birkisdóttir, Dalvík, kom í mark á tímanum 51.91s í fyrri umferð og 53.83 í seinni umferð og endaði í 41. sæti.
Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík náði ekki að klára fyrri ferðina.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík, kom í mark á tímanum 52.63 sem var 61. besti tíminn að lokinni fyrri umferð. Hún féll úr leik í seinni umferð.
María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík, kom í mark á 51.80s og var það 46 besti tíminn. Hún féll úr leik í seinni umferð.

Stórsvig:
Í stórsvigi stúlkna var brautin í fyrri ferðinni ansi erfið, alls féllu 33 keppendur úr leik í henni. Þar á meðal þær Elísa Arna Hilmarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir. María Eva Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu 25. og 26. sæti á tímunum 2.00,35 og 2.01,03. 

LISTHLAUP:

Kristín Valdís Örnólfsdóttir, Reykjavík, hlaut 29.40 stig fyrir sínar æfingar og hafnaði í 26. sæti.
Listhlaup - Frjálsar æfingar:
Kristín Valdís hafnaði í 27. sæti með 77.65 í heildareinkunn.

SKÍÐAGANGA:

10 km klassísk ganga:
Albert Jónsson, Ísafjörður, hafnaði í 76. sæti á tímanum 33.36,0
Dagur Benediktsson, Ísafjörður, hafnaði í 78. sæti á tímanum 33.48,9.

7,5 km frjáls ganga:
Albert hafnaði í 56. sæti á tímanum 21.52,3.
Dagur varð í 78. sæti á tímanum 23.21,1.

Sprettganga:
Albert var í 59. sæti (4.06,41) í undanrásunum.
Dagur var í 63. sæti (4.08,03) í undanrásunum. 30 efstu komust áfram í næstu umferð sprettgöngunnar.

Heildarúrslit í öllum greinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert