Norðfirðingar í undanúrslit

Lið Þróttar og Aftureldingar eftir leikinn í dag þar sem …
Lið Þróttar og Aftureldingar eftir leikinn í dag þar sem Þróttur vann örugglega. Eins og sést þá er nokkur aldursmundur á leikmönnum. Þróttarar eru í gulum treyjum en Mosfellingar í rauðum. Ljósmynd/Afturelding

Þróttur Neskaupstað komst í dag í undanúrslit í bikarkeppninni í blaki kvenna eftir að liðið vann B-lið Aftureldingar í þremur hrinum í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í dag. 

Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrstu hrinu upp í 15:15 en þá sigu Þróttarastelpurnar framúr og kláruðu hrinuna 25:20.  Meiri yfirburðir voru hjá Þrótti í seinni tveimur hrinunum sem enduðu 25:14 og 25:15.  Þróttur Nes vann því leikinn 3:0 og tryggði sér sæti undanúrslitum sem fara fram í Laugardalshöllinni 19. mars.

Úrvalsdeildarlið Aftureldingar tekur svo á móti Grundarfirði í Mosfellsbænum á þriðjudag kl 20 í 8 liða úrslitunum kvenna. 

Meðfylgjandi er mynd af liðunum eftir leikinn í dag, eins og sést er talsverður aldursmunur leikmanna liðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert