Svekkjandi tap gegn heimamönnum

Róbert Karl Hlöðversson var stigahæstur Íslendinga í dag.
Róbert Karl Hlöðversson var stigahæstur Íslendinga í dag. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í blaki þurfti að sætta sig við 3:1 tap gegn San Marínó á Smáþjóðaleikunum þar í landi í kvöld. Þetta var þriðji leikur liðsins á mótinu og er íslenska liðið stigalaust og á botninum. 

San Marínó vann fyrstu hrinuna 25:22 en Ísland jafnaði í 1:1 með því að vinna aðra hrinuna 29:27. San Marínó var hins vegar töluvert sterkari aðilinn í síðustu tveimur hrinunum sem enduðu með 25:12 og 25:16 sigri San Marínó. 

Róbert Karl Hlöðversson var stigahæstur í liði Íslands með 11 stig, Hafsteinn Valdimarsson gerði 8 og Theodór Óskar Þorvaldsson 7. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert