Íslandsmet féll í lauginni

Aron Örn Stefánsson.
Aron Örn Stefánsson. mbl.is/Golli

Íslandsmet féll í sundlauginni í San Marínó á Smáþjóðaleikunum í gærkvöld. Íslenska boðsundssveitin í 4x100 metra skriðsundi karla sló naumlega tíu ára gamalt Íslandsmet frá Smáþjóðaleikunum í Mónakó árið 2007. Metið var 3:27,66 mínútur en íslenska sveitin synti á 3:27,39 mínútum og fékk silfurverðlaun fyrir. Gullið fór til Lúxemborgar og var sigurinn öruggur.

Íslenska sveitin var skipuð þeim Aroni Erni Stefánssyni, Kristófer Sigurðssyni, Kristni Þórarinssyni og Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni.

kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert