Stolt smáþjóð meðal smáþjóða

Á Smáþjóðaleikunum 2007 fékk 16 ára gömul stúlka, Hrafnhildur Lúthersdóttir, …
Á Smáþjóðaleikunum 2007 fékk 16 ára gömul stúlka, Hrafnhildur Lúthersdóttir, tækifæri. Níu árum síðar hafði hún náð í úrslit á ÓL og HM. mbl.is/Golli

Við erum smáþjóð. Um það þarf ekki að rífast. Það liggur fyrir. Reyndar kallar Baldur Þórhallsson það smáríki í stjórnmálafræðinni þótt ólympíuhreyfingin tali um smáþjóðir en kemur í sama stað niður.

Fólksfjöldans vegna verður alltaf erfitt fyrir okkur að skara fram úr í íþróttum á alþjóðavísu. Ekki útilokað en mjög erfitt. Við erum alsæl yfir því að komast í 8-liða úrslit á Evrópumóti í fótbolta vegna þess að við erum smáþjóð. Okkar menn og konur gerðu allt sem þeir gátu til að ná úrslitum á þeim mótum jafnvel þótt þau hafi fengið 4 og 5 mörk á sig í síðustu leikjunum. Fjölmennar þjóðir yrðu ekki alsælar yfir því. Við erum stolt þótt við töpum öllum leikjunum á Evrópumóti í körfubolta. Okkar menn gerðu allt sem þeir gátu til að ná úrslitum. Fjölmennar þjóðir væru ekki stoltar af því.

Af því að við erum smáþjóð þá tökum við þátt í Smáþjóðaleikunum. Þar erum við nokkurn veginn á jafnréttisgrundvelli ef horft er til höfðatölunnar margfrægu. Sumar þjóðir á leikunum hafa færri íbúa og sumar fleiri. San Marínó er til dæmis með svipaðan íbúafjölda og Kópavogur en Lúxemborg er nærri því helmingi fjölmennari en Ísland.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert