Birgir í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari úr GKG komst örugglega í gegnum niðurskurð keppenda á Bridgestone-challenge mótinu á Englandi í dag. 

Birgir lék á 73 höggum á öðrum keppnisdegi í dag sem er högg yfir pari. Er hann samtals á fjórum höggum undir pari en keppendur þurftu að vera á þremur undir eða betra til að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Birgir er í 49. sæti þegar mótið er hálfnað. Hann fékk í dag tvo fugla, þrjá skolla og þrettán pör. 

Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Evrópumótaröðin heldur úti sem eins konar b-deild. Þeir sem standa sig best á mótaröðinni yfir árið öðlast keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert