Eitt lægsta skor í sögunni

Cristobal del Solar.
Cristobal del Solar. AFP/Mike Mulholland

Cristobal del Solar, atvinnukylfingur frá Síle, náði einu lægsta skori í sögu atvinnugolfs þegar hann lék á aðeins 57 höggum á Astara-mótinu í Kólumbíu á dögunum.

Del Solar lék á 13 höggum undir pari á mótinu, sem er hluti af Korn Ferry-mótaröðinni. Hún er þrepi neðar en PGA-mótaröðin.

Hinn írski David Carey er eini kylfingurinn sem hefur áður náð að leika á einungis 57 höggum á atvinnumótaröð. Það gerði hann á Cervino-mótinu á Alps-mótaröðinni, þriðju sterkustu mótaröð Evrópu, árið 2019.

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk hefur náð lægsta skori í sögu PGA-mótaraðarinnar, 58 högg, á Travelers-mótinu árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert