Mörg lið með Viggó undir smásjánni

Viggó Kristjánsson leikmaður Gróttu gæti verið að leið út fyrir …
Viggó Kristjánsson leikmaður Gróttu gæti verið að leið út fyrir landssteinanna. mbl.is/Golli

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru lið frá Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi með handboltamanninn Viggó Kristjánsson úr liði Gróttu undir smásjánni og eitt öflugt lið frá Þýskalandi fylgist grannt með framþróun leikmannsins að því er heimildir blaðsins herma.

Viggó, sem er 22 ára gamall, örvhent skytta, varð markakóngur 1. deildarinnar í vetur en hann skoraði 192 mörk í 24 leikjum Seltjarnarnessliðsins sem vann sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Gróttumenn báru sigur úr býtum í 1. deildinni þar sem þeir töpuðu ekki leik, unnu 23 og gerðu eitt jafntefli.

Viggó er fjölhæfur íþróttamaður og vann það afrek að fara með Gróttu upp um deild í tveimur íþróttagreinum með aðeins hálfs árs millibili. Viggó var lykilmaður í knattspyrnuliði Gróttu sem vann sér sæti í 1. deildinni síðasta haust en hann hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna, allavega í bili.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert