Bara hreinn viðbjóður

Valsmenn segjast hafa þurft að glíma við fleiri mótherja en …
Valsmenn segjast hafa þurft að glíma við fleiri mótherja en leikmenn Turda. Ljósmynd/ActionFoto.ro

„Ég veit ekki við hvað ég á líkja þessu. Þetta var hreint viðbjóður og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Anton Rúnarsson, einn besti leikmaður Vals, þegar liðið tapaði með níu marka mun, 32:23, fyrir Potaissa Turda í síðari leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik í Turda í gær.

Valsmenn unnu fyrri leikinn með átta marka mun og féllu samtals úr keppni með eins marks mun, 54:53.

Dómarar leiksins voru litríkir og drógu mjög taum heimamanna og því var Anton að lýsa þegar hann rabbaði við Morgunblaðið eftir leikinn í gær. Strax að leikslokum ákváðu Valsmenn að kæra framkvæmd leiksins til Handknattleikssambands Evrópu.

Sjá samtal við Anton í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert