Bjarki og Vignir í ágætri stöðu

Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk í Portúgal.
Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk í Portúgal. AFP

Bjarki Már Elísson og Vignir Svavarsson eiga góða möguleika á að komast áfram með liðum sínum í EHF-bikar karla í handknattleik eftir að lið þeirra náðu ágætum úrslitum í fyrri leikjum 3. umferðar í kvöld.

Bjarki og samherjar í þýska liðinu Füchse Berlín fóru til Portúgals og unnu þar sigur á Porto, 30:27. Bjarki skoraði 3 mörk í leiknum. Füchse er því með góða stöðu fyrir seinni leikinn í Berlín.

Vignir og félagar í danska liðinu Tvis Holstebro fóru til Póllands og töpuðu þar naumlega fyrir Azoty-Pulawy, 30:27. Möguleikarnir á að snúa því við í seinni leiknum í Danmörku eru því ágætir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert