„Handboltaunnendur fá drauma undanúrslit“

„Nú erum við með fjögur bestu liðin og ég get lofað þér því að öll þessi lið settu sér það markmið að verða Íslandsmeistarar fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Punktalínunnar í Sjónvarpi Símans.

Í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik mætast deildarmeistarar FH og Íslandsmeistarar ÍBV annars vegar og Afturelding og bikarmeistarar Vals hins vegar.

„Þetta eru frábær einvígi. FH og ÍBV virðast sogast að hvoru öðru í þessum úrslitakeppnum og þetta eru alltaf frábærar seríur.

Svo verða Afturelding – Valur ótrúlega jafnir leikir. Sem handboltaunnendur erum við að fá drauma undanúrslit,“ hélt hann áfram.

Í spilaranum hér að ofan má sjá Jóhann Gunnar ræða nánar um undanúrslitin við þáttastjórnandann Benedikt Grétarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert