Þorsteinn Leó kemur inn í landsliðshópinn

Þorsteinn Leó Gunnarsson verður með landsliðinu gegn Eistum.
Þorsteinn Leó Gunnarsson verður með landsliðinu gegn Eistum. Mynd/Jozo Cabraja

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í handknattleik, hefur valið 18 leikmenn fyrir leiki gegn Eistlandi í umspilinu fyrir HM 2025. 

Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson verja mark Íslands. 

Þá koma Orri Freyr Þorkelsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson inn fyrir Stiven Tobar Valencia og Kristján Örn Kristjánsson. 

Ísland mætir Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM. Sá fyrri fer fram hér á landi 8. maí og sá seinni í Eistlandi 11. maí. Eistland sigraði Úkraínu í fyrstu umferð umspilsins en Ísland sat hjá.

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. AFP/Ina Fassbender

Hópurinn í heild sinni:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (269/22)
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (50/2)

Aðrir leikmenn:

Bjarki Már Elísson, Veszprém (114/393)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (12/13)
Aron Pálmarsson, FH (176/674)
Elvar Örn Jónsson, Melsungen (77/179)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (59/127)
Haukur Þrastarson, Kielce (33/47)
Janus Daði Smárason, Magdeburg (82/133)
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (84/286)
Viggó Kristjánsson, Leipzig (55/157)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (38/113)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (74/212)
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (96/100)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (10/3)
Elliði Viðarsson, Gummersbach (48/101)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (88/36)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert