Lugano: Bann Suárez mannréttindabrot

Diego Lugano fyrirliði úrúgvæska landsliðsins telur víðtækt knattspyrnubann Luis Suárez …
Diego Lugano fyrirliði úrúgvæska landsliðsins telur víðtækt knattspyrnubann Luis Suárez vera brot á mannréttindum. AFP

Diego Lugano, fyrirliði úrúgvæska landsliðsins í knattspyrnu, segir knattspyrnubann félaga síns í landsliðinu, Luis Suárez, vera brot á mannréttindum. Suárez fékk níu landsleikja bann og bann frá allri knattspyrnu í fjóra mánuði, þar sem hann má ekki einu sinni mæta á æfingar eða vera viðstaddur knattspyrnuleiki í stúkunni.

„Það er brot á mannréttindum að hann megi ekki vera einn af 80 þúsund áhorfendum á knattspyrnuleik eða megi ekki vera með liðsfélögum sínum á sama hóteli. Þetta getur ekki gengið svona í fjóra mánuði,“ sagði Lugano um mál Suárez

„Hann gerðist sekur um glæp en þetta bann er villimennska. Ekki einu sinni glæpamenn fengju svona refsingu,“ sagði Diego Lugano, fyrirliði úrúgvæska landsliðsins, um bann Luis Suárez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert