Guðmundur fékk aftur fimmu

Guðmundur Guðmundsson leiðbeinir René Toft Hansen í leiknum í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson leiðbeinir René Toft Hansen í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Guðmundur Guðmundsson fékk 5 af 6 í einkunn hjá Bent Nyegaard, handboltasérfræðingi TV2 í Danmörku, fyrir sína frammistöðu sem þjálfari danska landsliðsins í sigrinum á Íslandi á HM í Katar í kvöld.

Nyegaard gaf Guðmundi einnig 5 í einkunn eftir sigurinn á Póllandi á laugardag. Í rökstuðningi sínum í kvöld sagði hann:

„Það kemur ekki á óvart en hann lærði mikið af tapinu gegn Íslandi fyrir HM. Það var góð, dönsk vörn sem lagði grunninn að forskotinu gegn Íslandi á fyrstu 20 mínútunum. Það eina sem angrar mann er að hann skyldi leyfa liðinu að slaka á of snemma.“

Rasmus Lauge hlaut hæstu einkunnina sem í boði var, eða 6, og átti sinn besta landsleik að mati Nyegaard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert