„Verra verður það ekki“ - Gummi fékk 4

Dönsku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir ósigurinn gegn Spánverjum í …
Dönsku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir ósigurinn gegn Spánverjum í kvöld. AFP

Bent Nyegaard handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar er eins og öll danska þjóðin í sárum eftir tapleikinn gegn heimsmeisturum Spánverja á HM í Katar í kvöld.

Nyegaard sá skyttuna Joan Canellas tryggja Spánverjum sigurinn með marki tveimur sekúndum fyrir leikslok og heimsmeistararnir fögnuðu sigri, 25:24, og mæta ólympíu- og Evrópumeisturum Frakka í undanúrslitunum.

„Verra verður það ekki. Kveðja HM þegar tvær sekúndur eru eftir án þess að fá tækifæri til að svara fyrir sig,“ skrifar Nyegaard á vef TV2.

Nyegaard gefur dönsku leikmönnum og Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins einkunnir eftir leikinn og einkunn Guðmundar í kvöld var 4.

„Liðið var aftur vel upp sett fyrir verkefnið og andlega hliðin var í lagi. Hann hefði kannski átt að hafa Mikkel Hansen í vörninni síðustu mínúturnar í leiknum og þá hefði ég hefði ég haft Landin í markinu á lokamínútunum,“ var umsögn Nyegaard um Guðmund.

Nyegaard gaf fjórum leikmönnum 5 í einkunn, bræðrunum Rene og Henrik Toft, Mikkel Hansen og Mads Mensah Larsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert