Öruggur sigur á Lúxemborg

Kári Jónsson gerði 18 stig í dag.
Kári Jónsson gerði 18 stig í dag. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sinn annan leik á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag. Íslenska liðið hafði þá betur gegn Lúxemborg, 86:73. Lúxemborg fór betur af stað í leiknum og var staðan í hálfleik 41:35, Lúxemborg í vil. 

Ísland var hins vegar töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og sigldi nokkuð öruggum sigri í hús. Kári Jónsson var stigahæstur Íslendinganna með 18 stig, Kristinn Pálsson gerði 13, Kristófer Acox 10 og Maciej Baginski var með 9.

Íslenska liðið hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur á mótinu. Liðið leikur fimmta og síðasta leik sinn á morgun gegn Svartfjallalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert