Allt opið hjá Ægi Þór

Ægir Þór Steinarsson í leik Íslands á móti Kýpur í …
Ægir Þór Steinarsson í leik Íslands á móti Kýpur í Laugardalshöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir viðburðaríkt tímabil á Spáni síðasta vetur er landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson í lausu lofti ef þannig má að orði komast. Ægir gerði eins árs samning við spænska liðið San Pablo Burgos fyrir ári og er nú samningslaus.

„Ég er ekki með neitt á borðinu eins og er. Það er allt opið hjá mér eins og staðan er í dag. Ég loka engum leiðum fyrir fram og get hugsað mér að spila hvort heldur sem er í deild erlendis eða hér heima. Aðalatriðið er að mér líði vel og ég fái að njóta mín á vellinum. Þar af leiðandi mun ég ekki hoppa á hvaða tilboð sem er en maður skoðar bara hvað býðst,“ sagði Ægir Þór þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær, en San Pablo Burgos hafði betur gegn Palencia í úrslitarimmu um að komast upp í efstu deildina á Spáni, sem almennt er talinn sú sterkasta í Evrópu um þessar mundir.

Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að taka sæti í ACB-deildinni, eins og hún heitir. Forráðamenn félagsins vinna nú að því að liðið geti staðist leyfiskerfið og leikið í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert