Njarðvík sendi Íslandsmeistaranna í sumarfrí

Selena Lott sækir að körfu Vals í kvöld.
Selena Lott sækir að körfu Vals í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík er kom­in í undanúr­slit Íslands­móts kvenna í körfuknatt­leik eft­ir sig­ur á Íslands­meist­ur­um Vals, 82:67, í Vals­heim­il­inu í kvöld. 

Njarðvík mæt­ir Grinda­vík í undanúr­slit­um en hinn undanúr­slita­leik­ur­inn verður á milli bikar­meist­ara Kefla­vík­ur og Hauka eða Stjörn­unn­ar. 

Jafn­ræði var á milli liðanna í fyrsta leik­hluta en Njarðvík var yfir með tveim­ur stig­um að hon­um lokn­um, 18:16.

Njarðvíkuliðið jók hins veg­ar for­skot sitt í öðrum leik­hluta og náði mest 13 stiga for­skoti, 42:29. Endaði Njarðvík hins veg­ar hálfleik­inn með 12 stiga for­skoti. 

Jana Falsdóttir fór mikinn fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik og setti nokkra þrista. 

Njarðvíkurliðið jók aðeins for­skot sitt í seinni hálfleik og vann að lok­um sann­fær­andi sig­ur og er komið í undanúr­slit. 

Selena Lott fór mikinn fyrir Njarðvíkurliðið en hún skoraði 25 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hjá Val skoraði Brooklyn Pannell 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

Valur 67:82 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert