Hættir eftir tapið í gær

Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson þjálfuðu Hött saman.
Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson þjálfuðu Hött saman. Morgunblaðið/Kris

Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson, sem hefur þjálfað karlalið Hattar frá árinu 2021 með Viðari Erni Hafsteinssyni, hefur sagt skilið við félagið eftir tapið gegn Val í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í gærkvöldi.

Einar tók ákvörðunina sjálfur af fjölskylduástæðum og hann flytja aftur í Reykjanesbæ, þar sem hann var búsettur áður en hann flutti austur á land.

„Það er mikill missir fyrir félagið og ekki síst samfélagið allt að sjá á eftir Einari og fjölskyldu hans, enda einstaklega frábært fólk þar á ferð.

Þau hjón hafa starfað sem kennarar í Fellaskóla í Fellabæ við afar góðan orðstír svo óhætt er að segja að þeirra verður afar sárt saknað á Hérað,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka