Apple tvöfaldaði hagnaðinn

Spjaldtölvur og sími frá Apple.
Spjaldtölvur og sími frá Apple. Reuters

Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple Corp. nam 13,06 milljörðum dala, 1.618 milljörðum króna, á síðasta fjórðungi ársins 2011, og jókst um 118% frá sama tímabili árið áður. Er þetta mun betri afkoma en sérfræðingar væntu.

Apple seldi 37 milljónir eintaka af iPhone-farsímum á ársfjórðungnum, tvöfalt fleiri en á fjórðungnum á undan og einnig tvöfalt fleiri en fyrir jólin 2010. Þá seldust 5,43 milljónir iPad-spjaldtölva sem er 111% aukning frá ársfjórðungnum á undan, 5,2 milljónir eintaka af Macintosh-tölvum, sem er 26% aukning, og 15,4 milljónir iPod-spilara sem er 21% samdráttur. 

Tekjur námu 46,33 milljörðum dala á tímabilinu og jukust um 73% frá fyrra ári. Eru tekjurnar mun meiri en á sama tímabili árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK