Bankakrísa í Austurríki

mbl.is/Reuters

Austurríski bankinn Volksbank verður tekinn yfir af ríkinu, en bankinn hefur barist í bökkum um nokkurt skeið. Bankinn er meðal annars í eigu austurríska Raffeisen-bankans og þýska DZ-bankans.

Alls verður 480 milljónum evra spýtt inn í bankann og þar af munu 250 milljónir koma frá ríkinu, sem býst við að eiga á bilinu 40-49% að því loknu.

Fjármálastofnanir í Austurríki hafa ekki farið varhluta af evrukrísunni, ekki síst vegna mikilla viðskipta við lönd í Austur-Evrópu. Matshæfisfyrirtækið Standard and Poor´s lækkaði lánshæfismat Austurríkis úr AAA niður í AA+ í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK