Krafist afsagnar hjá Barclays

Barclays banki
Barclays banki REUTERS

Mikill þrýstingur er nú á forstjóra og stjórnamönnum breska bankans Barclays eftir að tilkynnt var í gær að bankinn hafi gengist við brotum sem varða ólögleg áhrif á millibankavexti og hlotið sekt að upphæð 57 milljörðum íslenskra króna vegna athæfisins.

Stjórnmálamenn og hlutabréfaeigendur bankans hafa krafist þess að forstjórinn, Bob Diamond, segi upp störfum eða að stjórn bankans reki hann. Bankinn hafi nú þegar orðið fyrir of miklum skaða og til að endurreisa orðsport bankans á alþjóðavettvangi sé fyrsta verkefnið að losa sig við þá sem ábyrgðina báru. Þetta segir í fréttum breska blaðsins Telegraph í dag.

Formaður breska Verkamannaflokksins, Ed Milliband, hefur krafist þess að stjórnendur bankans verði ákærðir og forsætisráðherrann, David Cameron, segir að stjórnin þurfi að „svara alvarlegum spurningum“ sem varða þessi viðskipti. Seinna í dag mun George Osborne efnahagsráðherra flytja ræðu í þinginu þar sem tilkynnt verður til hvaða aðgerða verði gripið af hálfu ríkisstjórnarinnar gegn bankanum.

Heimildir Telegraph segja að Barclays sé ekki eini bankinn sem hafi verið rannsakaður heldur hafi fleiri stórir bankar í Bretlandi sem og í öðrum löndum verið til skoðunar og enn eigi eftir að koma niðurstöður úr þeim rannsóknum sem séu samstarfsverkefni eftirlitsaðila í Japan, Sviss og Kanada. Bankar sem nefndir hafa verið eru HSBC, Lloyds, Royal bank of Scotland, Citigroup, JP Morgan, Deutsche Bank og UBS, en sá síðast nefndi er talinn veita þeim sem annast rannsóknina upplýsingar í skiptum fyrir að sleppa við ákærur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK