Bankavandræði í Bretlandi

HSBC bankinn er einn þeirra banka sem voru til rannsóknar …
HSBC bankinn er einn þeirra banka sem voru til rannsóknar hjá breska fjármálaeftirlitinu REUTERS

Það er skammt stórra högga á milli hjá breskum bönkum þessa dagana. Í fyrradag var greint frá því að Barclays bankinn hefði hlotið háa sekt vegna ólöglegrar hagræðingar á millibankavöxtum en auk þess hefur tölvukerfi Royal Bank of Scotland valdið ítrekuðum vandræðum og urðu milljónir viðskiptavina bankans fyrir miklum truflunum með greiðslur í vikunni vegna þess.

Í dag bættist svo við að breska fjármálaeftirlitið hefði fundið mikla ágalla á sölu bankanna Barclays, HSBC, Lloyds og Royal Bank of Scotland á vaxtavörnum síðustu 11 ár. Í tilkynningu frá eftirlitinu kemur fram að þeir hafi náð samkomulagi við bankana um: „viðeigandi leiðréttingu þar sem ágallar í sölu áttu sér stað“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK