Stjórnarformaður Barclays segir af sér

Barclays.
Barclays. AFP

Stjórnarformaður breska bankans Barclays hefur ákveðið að segja af sér í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að bankinn hefði haft ólögleg áhrif á gengi millibankavaxta, bæði LIBOR og EURIBOR. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins, BBC.

BBC segir að Marcus Agius, þ.e. nefndur stjórnarformaður, muni tilkynna ákvörðun sína á morgun. Mikill þrýstingur hefur verið á forstjóra og stjórnarmenn Barclays vegna málsins enda hafi bankinn orðið fyrir of miklum skaða. Það yrði til að endurreisa orðspor bankans á alþjóðavettvangi ef æðstu starfsmenn axla ábyrgð.

Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur lýst stuðningi við þá sem kallað hafa eftir rannsókn lögreglu á þeim sem tengjast málinu innan bankans. Athæfið kostaði Barclays jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna í sekt.

Upplýst var um það fyrr í dag að Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, hefði vikið fjórum starfsmönnum úr starfi vegna aðildar þeirra að málinu. Er það talið styrkja þann grun, að málið sé umfangsmeira en í fyrstu sýnist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK