Englandsbanki tengdur við Barclays skandal

Bob Diamond þarf að svara spurningum þingnefndar í dag
Bob Diamond þarf að svara spurningum þingnefndar í dag AFP

Rannsóknarnefnd á vegum breska þingsins vegna Barclays-LIBOR hneykslisins hóf störf í dag með því að Bob Diamond, fyrrverandi forstjóri Barclays bankans, kom fyrir nefndina og svaraði spurningum er varða vaxtasvindlið.

Málið tók óvænta stefnu í gær þegar stjórn Barclays sendi frá sér upplýsingar um málið þar sem sagði að Paul Tucker, seðlabankastjóri Bretlands, hafi hringt í forstjórann í október 2008. Þetta segir í frétt Guardian af málinu. Í símtalinu á Paul að hafa sagt forstjóranum að aðrir stjórnendur hefðu haft samband við sig og furðað sig á því að bankinn væri að senda inn hærri vaxtatölur vegna LIBOR vaxtanna en aðrar lánastofnanir. Í símtalinu á Paul að hafa ýjað að því að Barclays þyrfti ekki að senda inn svona háar tölur. Stjórn bankans og Bob Diamond vilja meina að þarna hafi seðlabankastjórinn gerst sekur um að vilja fá Barclays til að senda inn lægri tölur en efni hafi staðið til um og þannig hafa bein áhrif á bankann.

Bob hefur í dag fyrir nefndinni viðurkennt að ákveðnir miðlarar hafi gert „ámælisverð mistök“, en hefur í leiðinni varið ákvarðanir bankans að hafa gefið út hærri tölur en aðrir bankar. Hann hefur einnig bent á að tölur annarra banka sem jafnvel voru þjóðnýttir nokkuð seinna hafi verið óeðlilega lágar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK